1. UPPLÝSINGAR UM SELJANDA
Vefverslunin Ilmur Iceland er rekin af:
- Fyrirtæki: IS Media ehf.
- Kennitala: 630719-0890
- Virðisaukaskattsnúmer (VSK nr.): 135329
- Netfang: info@ilmuriceland.is
2. ALMENNT
IS Media ehf. (hér eftir nefnt „Ilmur Iceland“) áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, til dæmis vegna rangra verðupplýsinga. Einnig áskiljum við okkur rétt til að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Allir skilmálar eru í samræmi við íslensk lög.
3. AFHENDING VÖRU
Afgreiðslutími pantana er að jafnaði 1-2 virkir dagar. Sé vara ekki til á lager munum við hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma.
- Öllum pöntunum er dreift af innlendum póstþjónustuaðila og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar viðkomandi þjónustuaðila um afhendinguna.
- Samkvæmt lögum um neytendakaup ber Ilmur Iceland ábyrgð á vörunni þar til hún hefur verið afhent kaupanda. Ef vara skemmist eða tapast í flutningi er það á ábyrgð okkar.
4. GREIÐSLUMÖGULEIKAR
Boðið er upp á eftirfarandi örugga greiðslumöguleika:
- Millifærsla
- Netgíró
- Visa (Debet/Kredit)
- Mastercard (Debet/Kredit)
Greiðsla fer fram í gegnum viðurkennda og örugga greiðslugátt. Þegar greiðsla hefur verið staðfest er pöntunin virk.
5. SKILAFRESTUR OG ENDURGREIÐSLURÉTTUR
Í samræmi við lög um neytendasamninga hefur kaupandi 14 daga til að falla frá kaupum án þess að tilgreina ástæðu. Til að nýta þennan rétt þurfa eftirfarandi skilyrði að vera uppfyllt:
- Varan hefur ekki verið notuð.
- Vöru er skilað í óskemmdum og óopnuðum upprunalegum umbúðum.
- Ef varan er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið.
Skilafrestur hefst þegar kaupandi (eða þriðji aðili fyrir hans hönd) hefur veitt vörunni viðtöku. Kvittun fyrir kaupunum þarf að fylgja með skilavörunni. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Endurgreiðsla er framkvæmd með sama hætti og greitt var fyrir vöruna, eftir að við höfum móttekið hana og staðfest að ofangreind skilyrði séu uppfyllt.
6. GÖLLUÐ VARA
Ef vara reynist gölluð á kaupandi rétt á úrbótum í samræmi við ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Kaupanda er bent á að tilkynna um gallann eins fljótt og auðið er eftir að hans verður vart.
Ilmur Iceland mun bjóða upp á viðgerð, nýja vöru, afslátt eða fulla endurgreiðslu, allt eftir eðli gallans. Við áskiljum okkur rétt til að sannreyna að um galla sé að ræða.
7. VERÐ, SKATTAR OG GJÖLD
Öll verð í vefversluninni eru birt með virðisaukaskatti (VSK) og reikningar eru gefnir út með VSK. Vinsamlegast athugið að verð geta breyst án fyrirvara vegna rangra skráninga eða ytri aðstæðna.
8. TRÚNAÐUR
Ilmur Iceland heitir kaupanda fullum trúnaði. Allar upplýsingar sem gefnar eru upp í tengslum við viðskiptin verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
9. KVARTANIR OG ÁBENDINGAR
Við leggjum metnað okkar í framúrskarandi þjónustu. Ef þú hefur athugasemd eða kvörtun, vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á info@ilmuriceland.is. Við svörum öllum erindum eins fljótt og auðið er og leitumst við að finna lausn sem allir geta sætt sig við.
10. LÖG OG VARNARÞING
Þessir skilmálar eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna þeirra skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.